Páskabjórinn 2025

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 19. apríl. Eins og áður er úr skemmtilegu úrvali páskabjóra að velja..

Allar fréttir
Allar fréttir

Geymsla vína

Eitt af því sem fólk veltir stundum fyrir sér þegar það kaupir vínflösku er það hversu lengi sé hægt að geyma flöskuna óopnaða. ,,Vínið batnar með árunum” heyrist oft fleygt fram og á vissulega við í ákveðnum tilfellum, en sumum tegundum léttvína er þó ekki ætlað að vera geymd í mörg ár, eða áratugi. Frá náttúrunnar hendi eru það tannín (rauðvín), sykur, sýra og alkóhól sem fyrirfinnast í léttvínum, sem auka geymsluþol vínanna.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Fiskurinn og kryddið beina okkur að hvítvínum úr Pinot grigio eða Albarinio þrúgunum. Belgískur bjór hentar líka vel hér.

Allar uppskriftir

Í þessari rannsókn er skoðað hvort strangari alkohólstefna á unglingsárunum, hafi áhrif á neyslu áfengis á fullorðinsárum í samanburði við frjálslegri stefnur.

Allar rannsóknir og greinar