Sala áfengis árið 2024 var 4,2% minni í lítrum en árið á undan. Alls seldust tæplega 22,7 milljón lítrar af áfengi á árinu. Langmest er selt af lagerbjór eða um 16,6 milljón lítrar. Hlutfallslega er mestur samdráttur í sölu rauðvíns en salan minnkaði um 7,7% á milli ára.