Vínskóli á heimsmælikvarða
Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til þess að auka vöruþekkingu starfsmanna með það að leiðarljósi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Allt starfsfólk Vínbúðanna lýkur grunnnámi í þessum fræðum.
Einn virtasti vínskóli heims, Wine and Spirit Education Trust í London, hefur viðurkennt Vínskóla Vínbúðanna hæfan til kennslu á efni þeirra, svokölluðu Level 3 in Wines námskeiði. Hjá Vínbúðunum starfa sérfræðingar sem búa yfir þekkingu til að annast alþjóðlega viðurkennd námskeið fyrir hönd WSET. Markmiðið er að bjóða upp á hágæða menntun og starfsþjálfun í vínfræðum. Í Vínbúðunum starfar nú hópur Vínráðgjafa sem hafa lokið þessari alþjóðlegu gráðu frá WSET.