Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kol Fizz

Fjöldi
1
Erfiðleikastig
Erfitt
Áhöld
KokteilhristariMæliskeið eða sjússamælir
Innihaldsefni 4,5 cl kókosvaskað gin 3 cl ferskur sítrónusafi 1 tsk. saltlakkríssíróp 1 eggjahvíta 6 cl sódavatn
Hentugt glas
Aðferð

Sódavatni hellt í glas án klaka. Allt annað hrist, fyrst án þess að hafa klaka í ca. 5 sek. til þess að brjóta upp eggjahvítuna, síðan hrist aftur með klaka. Því næst er þessu hellt í gegnum sigti í glasið með sódavatninu, gott að hella úr sem mestri hæð til þess að fá mikla froðu í glasið. Skreytt með lakkrísdufti.

Kókosvaskað gin
200 ml góð kókosolía per lítra af gini. 

Aðferð: Kókosolían er brædd og hituð upp í ca. 80°C og hellt í krukku ásamt gininu. Krukkunni er lokað og geymd í ísskáp í 12 tíma. Fitan skilur sig frá og storknar. Ginið er sigtað í gegnum kaffifilter til að ná fituögnunum alveg úr. Þetta verður að gera meðan ginið er ískalt til að fitan sé ekki bráðnuð, þá er kókosvaskaða ginið tilbúið og geymist vel í flösku. Kókosolíuna er hægt að endurnota í þessum tilgangi ca. tvisvar til þrisvar.

 

Höfundar kokteils eru Gunnar Rafn Heiðarsson, Valgarður Finnbogason, Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson og Hlynur Björnsson á Kol

Gott ráð
Flokkar
Fleiri ginkokteilar
White lady ginkokteilar
Bees Knees ginkokteilar
Vinsælir kokteilar
Negroni ginkokteilar
Espresso Martini líkjörskokteilar
Spritz Veneziano (Aperol Spritz) freyðivínskokteilar