Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Humarsalat

með mangódressingu

Innihaldsefni Romaine salat Rucola salat 100 g af humri á mann Hvítlaukssmjör Kirsuberjatómatar Kantalópa Mangó Paprika Rauðlaukur Svört sesamfræ Örlítið japanskt soja Ítölsk steinselja til að skreyta Radísa, skorin í þunnar sneiðar MANGÓDRESSING 100 g mangó 75 g lime-safi 175 g olía
Aðferð
  1. Rífið og skolið salatið.
  2. Grillið eða bakið humarinn með hvítlaukssmjöri.
  3. Skerið niður tómatana, kantalópuna, rauðlaukinn, paprikuna og mangóið.
  4. Útbúið mangódressingu og blandið henni saman við salatið.
  5. Ristið sesamfræin og hellið sojasósunni yfir.
  6. Raðið humrinum fallega ofan á salatið.
  7. Stráið sesamfræjunum yfir og skreytið með steinseljunni.

 

MANGÓDRESSING

  1. Setjið mangó og lime-safa í matvinnsluvél og maukið. 
  2. Blandið olíunni varlega saman við meðan matvinnsluvélin gengur.

 

VÍNIN MEÐ

Ef hakað er við skelfisk í vöruleitinni koma upp ýmsar tillögur að hentugri pörun með þessum rétti. 

Úr þemabæklingnum "Sumarveisla 2011" (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Mar Halldórssyni, UNO
Fleiri Fiskréttir