Pavlova. Uppskriftin dugar í u.þ.b. 10 kökur.
FRANSKUR MARENS
- Þeytið eggjahvíturnar á meðalhraða og bætið strásykrinum saman við í smáskömmtum til að fá betri byggingu í marensinn.
- Blandið því næst sigtuðum flórsykrinum varlega saman við með sleikju.
- Búið til 10 kökur með því að sprauta marensinum á plötu með bökunarpappír.
- Stráið dálitlum sigtuðum flórsykri yfir og bakið við 120°C í u.þ.b. 15-20 mín. þannig að miðjan sé ennþá mjúk.
- Kælið örlítið og frystið.
- Gera þarf ráð fyrir að koma plötunni inn í frysti. Þegar marensinn er orðinn vel kaldur má setja hann í box og geyma í frysti þar til hann er notaður.
VANILLU-RJÓMAKREM
- Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn.
- Skafið innan úr vanillustönginni og setjið saman við rjómann, hitið upp að suðu og bætið matarlíminu út í.
- Hellið blöndunni síðan í litlum skömmtum yfir saxað súkkulaðið og hrærið í á milli, myndið góða bindingu. Gott er að vinna blönduna aðeins með töfrasprota í restina.
- Hellið í skál og hyljið með plastfilmu.
- Geymið í kæli í minnst 3 tíma eða til næsta dags.
- Þegar Pavlovan er borin fram er kremið þeytt upp þar til mjúk áferð myndast og hægt er að mynda kúlur með skeið eins og ís. Setjið eina kúlu á hverja marensköku.
- Þennan eftirrétt er gott að bera fram með ávaxtasósu og skornum berjum.
HINDBERJASÓSA
- Maukið berin örlítið í skál.
- Búið til síróp með því að sjóða saman vatn, sykur og hunang.
- Hellið yfir berin og blandið vel.
VÍNIN MEÐ
Hvít eftirréttavín eru upplögð með þessum rétti