Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Súkkulaðitrufflur

Innihaldsefni 500 g suðusúkkulaði 250 g rjómi 500 g dökkt súkkulaði til að hjúpa Gott kakó til að velta trufflunum upp úr
Aðferð
  1. Hitið suðusúkkulaðið varlega í örbylgjuofni án þess að hitinn fari yfir 30°C.
  2. Hitið rjómann á sama tíma en aðeins upp að 30°C.
  3. Blandið rjómanum síðan saman við súkkulaðið og notið töfrasprota til að vinna vel saman.
  4. Sprautið í litlar kúlur og kælið.
  5. Dýfið kúlunum því næst í hjúpsúkkulaðið og veltið svo upp úr góðu kakói.

 

VÍNIN MEÐ
Portvín
og súkkulaði parast einstaklega vel.

Fengið úr bæklingi frá þemadögunum "Eftirréttaveisla" (PDF) Uppskrift fengin frá Hafliða Ragnarssyni, Mosfellsbakaríi
Fleiri Skyldir Réttir