Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Karamellu-brownie

Innihaldsefni BROWNIE 1 kg sykur 500 g smjör, brætt 280 g kakó 1/2 tsk. salt 4 stk. egg 240 g hveiti 2 msk. vanilludropar KARAMELLUSÓSA 250 g púðursykur 75 g smjör 250 ml rjómi
Aðferð

BROWNIE

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið eggjum, bræddu smjöri og vanilludropum saman við.
  2. Setjið deigið í form og bakið við 170°C í 15 mínútur.

 

KARAMELLUSÓSA

  1. Sjóðið allt saman í potti þar til úr verður karamellusósa.
  2. Takið kökuna úr ofninum þegar hún hefur bakast í 15 mínútur og hellið karamellusósunni yfir. Bakið kökuna því næst áfram í 15 mínútur við 170°C.

 

VÍNIN MEÐ

Sæt eftirréttavín passa vel með karamellu-brownie, ekki síst rauð.

Uppskrift fengin frá Múlakaffi
Fleiri Skyldir Réttir