Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Irish Coffee ostaskyrkaka

Fjöldi
6
Innihaldsefni 200 g makkarónukökur 50 g púðursykur ½ dl viskí 1 dl sterkt espressokaffi 400 g rjómaostur 2 dósir vanilluskyr 4 dl rjómi 50 g flórsykur 1 msk . hlynsíróp 3 stk . matarlímsblöð
Aðferð
  1. Blandið saman espressokaffi, viskíi og púðursykri.
  2. Myljið makkarónukökurnar og bætið út í kaffiblönduna.
  3. Setjið í botninn á skál eða fati. Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni.
  4. Blandið saman rjómaosti, vanilluskyri og flórsykri og hrærið vel saman.
  5. Þeytið rjómann og setjið saman við blönduna.
  6. Leysið matarlímið upp í hlynsírópi og hrærið varlega út í blönduna.
  7. Hellið blöndunni yfir makkarónukökurnar og kælið í 2-3 klst.
  8. Stráið súkkulaðispæni yfir kökuna og berið fram með góðu kaffi.

 

VÍNIN MEÐ
Hvít eftirréttavín 
eða einfaldlega Irish Coffy og aðrir rjómalíkjörar koma hér vel til greina.

 

Frá þemadögunum 'Ostaveisla'- september 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Árna Þór Arnórssyni
Fleiri Skyldir Réttir