Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nammiís og jarðaber

Innihaldsefni 8 stk. Þristur, 50 g 200 g hvítt súkkulaði 250 g jarðarber 1 lítri vanilluís Súkkulaðisósa
Aðferð
  1. Hvítt súkkulaði bakað í ofni í um 10 mín. á 125°C.
  2. Látið kólna og saxað niður. 
  3. Þristar hitaðir í ofni í 2 mín. á 180°C eða þar til þeir eru orðnir mjúkir en ekki bráðnaðir. 
  4. Jarðarber, ís, Þristar og hvítt súkkulaði sett í skál og súkkulaðisósu hellt yfir.

 

VÍNIN MEÐ
Með eftirréttinum henta sætu bjórarnir úr flokki ávaxtabjóra vel. Ekki síður þeir sem eru kryddaðir með súkkulaði eða kaffi. Í víninu gildir annars reglan "sætt með sætu" hér.

 

Frá þemadögunum 'Bjór og matur' 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Frederiksen Ale House
Fleiri Skyldir Réttir