- Skolið jarðarberin, leggið í eldfast mót og hellið yfir þau sætu hvítvíni.
- Kreistið úr límónu yfir berin, stráið síðan yfir þau rósapipar og hrásykri og dreypið loks olíu yfir.
- Látið standa í 1 klukkustund.
- Takið jarðarberin úr leginum og setjið á grillspjótin. Grillið öðrum megin í þrjár mínútur.
VANILLUSKYRKREM
Gott er að byrja á því að búa til skyrkremið. Þeytið rjómann í skál. Blandið vel saman rjómanum, vanilluskyrinu, safa úr sítrónu og berkinum. Setjið í kæli.
Setjið á diska, hellið vínleginum yfir og berið fram með vanilluskyrkreminu.
VÍNIN MEÐ
Sæt eftirréttavín passa hér vel.