Uppskriftin gefur 2 brauð (rúllur)
- Setjið sykurinn í lítinn pott og bræðið.
- Setjið hneturnar út í og veltið í sykrinum þar til hann er orðinn ljóskaramellubrúnn, gætið þess að hann brenni ekki.
- Hellið snöggt á bökunarpappír, dreifið úr sykurristuðum hnetunum og látið þær kólna.
- Myljið síðan hneturnar og blandið saman við marsipanið ásamt dálitlu koníaki (eftir smekk) án þess þó að massinn verði of blautur. Skiptið massanum í tvo hluta og búið til marsipanbrauð með því að rúlla honum upp í lengju.
- Látið standa og þorna í nokkra tíma.
- Temprið súkkulaðið á eftirfarandi hátt: Bræðið 200 g af súkkulaði í örbylgju eða yfir vatnsbaði þar til hitinn nær 45-50°C.
- Takið af hitanum. Fínsaxið 100 g sem eftir eru og hrærið saman við brædda súkkulaðið með sleif þar til hitinn er kominn niður í 31-32°C. Þá á súkkulaðið að vera tilbúið og hægt að hjúpa brauðið.
- Penslið súkkulaðinu fyrst á botninn á brauðinu og síðan á afganginn, u.þ.b. tvær umferðir. Setjið heilar pekanhnetur ofan á til skrauts.
VÍNIN MEÐ
Rauð og hvít eftiréttavín eru upplögð með marsipaninu.