Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Marsipanbrauð

m/koníaki og sykurristuðum pekanhnetum

Innihaldsefni 250 g konfektmarsipan 50 g pekanhnetur 1 msk. sykur Dálítið koníak 300 g dökkt súkkulaði
Aðferð

Uppskriftin gefur 2 brauð (rúllur)

  1. Setjið sykurinn í lítinn pott og bræðið.
  2. Setjið hneturnar út í og veltið í sykrinum þar til hann er orðinn ljóskaramellubrúnn, gætið þess að hann brenni ekki.
  3. Hellið snöggt á bökunarpappír, dreifið úr sykurristuðum hnetunum og látið þær kólna.
  4. Myljið síðan hneturnar og blandið saman við marsipanið ásamt dálitlu koníaki (eftir smekk) án þess þó að massinn verði of blautur. Skiptið massanum í tvo hluta og búið til marsipanbrauð með því að rúlla honum upp í lengju.
  5. Látið standa og þorna í nokkra tíma.
  6. Temprið súkkulaðið á eftirfarandi hátt: Bræðið 200 g af súkkulaði í örbylgju eða yfir vatnsbaði þar til hitinn nær 45-50°C.
  7. Takið af hitanum. Fínsaxið 100 g sem eftir eru og hrærið saman við brædda súkkulaðið með sleif þar til hitinn er kominn niður í 31-32°C. Þá á súkkulaðið að vera tilbúið og hægt að hjúpa brauðið.
  8. Penslið súkkulaðinu fyrst á botninn á brauðinu og síðan á afganginn, u.þ.b. tvær umferðir. Setjið heilar pekanhnetur ofan á til skrauts.

 

VÍNIN MEÐ
Rauð og hvít eftiréttavín eru upplögð með marsipaninu.

 

Fengið úr bæklingi frá þemadögunum "Eftirréttaveisla" (PDF) Uppskrift fengin frá Hafliða Ragnarssyni, Mosfellsbakaríi
Fleiri Skyldir Réttir