Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skyr panna cotta

með volgum berjum

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2 dl rjómi 1 dl nýmjólk 60 g sykur 2 matarlímsblöð 1 vanillustöng 80 g skyr ½ dl fersk eða frosin bláber ½ dl fersk eða frosin rifsber ½ dl fersk eða frosin jarðaber 2 msk. rifsberjahlaup 2 msk. jarðaberjasulta
Aðferð
  1. Hitið rjóma, mjólk, sykur og vanillustöng (sem búið er að kljúfa) upp að suðu.
  2. Leggið matarlímið í bleyti í ísköldu vatni.
  3. Skafið vanillufræin innan úr stönginni og fjarlægið hana en hrærið kornunum vel út í blönduna.
  4. Takið matarlímsblöðin upp úr vökvanum, kreistið þau vel og hrærið þeim því næst út í rjómablönduna þannig að þau leysast upp.
  5. Leyfið blöndunni aðeins að kólna áður en skyrinu er hrært varlega saman við og blöndunni hellt í fjórar passlegar skálar úr leir eða stáli.
  6. Kælið í ísskáp í a.m.k. 2 klst. eða yfir nótt.
  7. Hitið pönnu og látið sultuna bráðna vel á henni áður en berjunum er blandað saman við og þau hituð létt.
  8. Sláið panna cotta úr formunum og komið fyrir á miðjum diski, hellið berjamaukinu yfir og skreytið með ferskri smátt saxaðri myntu. 
Uppskrift fengin frá Friðriki V
Fleiri Skyldir Réttir