Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vanillu Panna Cotta og fersk hindber

Fjöldi
4
Innihaldsefni PANNA COTTA 4-5 blöð matarlím (9 g) 400 ml rjómi 80 ml mjólk 80 ml sykur 1 stk . vanillustöng 1 box fersk hindber Fersk mynta til skreytingar HINDBERJASÓSA 150 g frosin hindber 40 g sykur 2 msk. sítrónusafi 3-4 msk. vatn
Aðferð

PANNA COTTA

  1. Leggið matarlím í bleyti í ískalt vatn.
  2. Skerið upp vanillustöng og skafið fræin innan úr.
  3. Hitið upp að suðu rjóma, mjólk, sykur, vanillufræ og vanillustöng.
  4. Takið af hitanum, setjið lok á pottinn og látið vera í 30 mín.
  5. Velgið aftur rjómablönduna og bætið við matarlími.
  6. Sigtið í gegnum fínt sigti og skiptið blöndunni strax í fjóra bolla eða hringlaga álform.
  7. Geymið a.m.k. í 2-3 klst. í kæliskáp áður en borið fram.

 

HINDBERJASÓSA

  1. Blandið saman í potti frosin hindber, sykur, sítrónusafa og vatn.
  2. Hrærið og hitið upp að suðu. Blandið síðan í matvinnsluvél.
  3. Hellið gegnum sigti og geymið í kæli.
  4. Takið til fjóra diska.
  5. Losið Panna Cotta úr bollum eða álformum með því að dýfa ofan í heitt vatn í 2-3 sekúndur.
  6. Búðingurinn losnar og hægt er að hvolfa honum á diskinn.
  7. Setjið u.þ.b. 2 msk. af hindberjasósu í kringum búðinginn og skreytið með ferskum hindberjum og myntu.

 

VÍNIN MEÐ
Pannacotta parast vel með sætum ítölskum freyðivínum.
 

Uppskrift fengin frá Essensia
Fleiri Skyldir Réttir