SÚKKULAÐIFRAUÐ
- Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni.
- Hitið rjómann upp að suðu, setjið matarlímið út í og látið bráðna.
- Hellið u.þ.b. 2/3 af heita rjómanum yfir saxað súkkulaðið og látið standa í u.þ.b. 1 mínútu.
- Hrærið út frá miðju og myndið bindingu. Bætið afganginum af rjómanum saman við í 2-3 skömmtum og hrærið á milli.
- Þegar blandan er orðin 35°C er léttþeytta rjómanum blandað varlega saman við með sleif.
- Ef frauðið er mjög blautt er gott að setja það í kæli í smástund eða þar til þægilegt er að sprauta því í glös.
MÖNDLUTENINGAR
- Setjið allt í hrærivélarskál og hrærið með spaðanum þar til allt blandast saman.
- Takið úr skálinni og fletjið út á bökunarpappír með höndunum, u.þ.b. 1 cm þykkt.
- Setjið í frysti í smástund þar til deigið er orðið vel stíft.
- Takið út og skerið niður í teninga, dreifið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið við 160°C þar til þeir fá fallegan lit.
- Takið út, kælið og geymið í lokuðu boxi.
JARÐARBERJASÓSA
- Maukið berin örlítið í skál.
- Búið til síróp með því að sjóða saman vatn, sykur og hunang (ásamt dálítilli vanillu eða mintu).
- Hellið yfir berin og blandið vel. Athugið að sírópið segir til um þykktina á sósunni.
- Kælið. Setjið dálitla jarðarberjasósu í botninn á glasi, sprautið smávegis af súkkulaðifrauði ofan í sósuna svo hún ýtist upp með hliðunum á glasinu.
- Setjið nokkra möndluteninga ofan á frauðið og sprautið síðan meira súkkulaðifrauði ofan á.
- Sigtið dálítið kakó yfir og skreytið með berjum og möndluteningum.
VÍNIN MEÐ
Rauð eftirréttavín og portvín eiga vel við súkkulaðifrauðið