- Skerið rabarbara í bita, setjið í skál og blandið 200 g af sykri saman við.
- Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni.
- Hrærið reglulega í blöndunni en passið að rabarbarinn verði ekki að mauki.
- Sigtið vökvann frá og hendið rabarbaranum. Kælið vökvann.
- Skerið jarðarberin í bita.
- Skerið súkkulaðið í litla bita og setjið í ofnskúffu á smjörpappír.
- Bakið súkkulaðið við 160°C í 6-8 mín. eða þangað til það er orðið gyllt á litinn.
- Takið úr ofninum og kælið.
SÚKKULAÐIMÚS
- Sjóðið sykur og rjóma saman í potti.
- Hellið eggjarauðum út í pottinn og hrærið stöðugt í þangað til að 85°C hita er náð.
- Blandið súkkulaðinu saman við og hrærið áfram.
- Þeytið rjómann og bætið 1/3 af honum út í pottinn.
- Kælið blönduna í 15-20 mín.
- Blandið restinni af þeytta rjómanum varlega saman við. Kælið í 1-2 klst.
- Sprautið súkkulaðimúsinni á disk og dreifið jarðarberjunum yfir.
- Hellið síðan rabarbaravökvanum yfir og dreifið að lokum bakaða súkkulaðinu yfir allt.
VÍNIN MEÐ
Rauðu berin og súkkulaðið gera það að verkum að rauð eftirréttavín og púrtvín passa vel.