Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður ananas

með rommi og ís

Fjöldi
8
Innihaldsefni 1 stk. ananas skorinn í 8 báta og kjarninn skorinn frá 1 dl dökkt romm 1 dl hunang 1 dl worchestersósa 1 dl smjör 1 dl ljós púðursykur 2 tsk. chilisósa Vanilluís
Aðferð
  1. Setjið allt nema ísinn í pott.
  2. Hitið upp að suðu, hrærið vel í á meðan og látið sjóða yfir lágum hita í 12 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað svolítið.
  3. Takið þá sósuna af hitanum og kælið.
  4. Penslið ananasinn með smá sósu og grillið yfir háum hita á olíuborinni grind í 5 mínútur.
  5. Snúið og penslið reglulega á meðan, þar til ananasinn hefur fengið á sig fallegann gljáa.

Ráð: Það er hægt að nota aðra ávexti eins og til dæmis ferskjur skornar í tvennt eða þykkar sneiðar af mangó.

VÍNIN MEÐ

Gott eftirréttavín passar vel með þessum rétti.

 

Fleiri Skyldir Réttir