- Blandið saman hveiti, salti, lyftidufti og leggið til hliðar.
- Þeytið saman egg og sykur þar til ljóst og létt. Bætið mjólk og ólífuolíu út í. Hrærið hveitiblönduna hægt saman við.
- Skrælið eplin og skerið í teninga. Setjið í skál ásamt hrásykri, kanil og matskeið af mjúku smjöri. Blandið vel saman og bætið síðan út í kökudeigið.
- Smyrjið kringlótt smelluform og stráið að innan með hveiti.
- Hellið deiginu í formið og bakið við 180°C í 30 mín. Lækkið hitann í 150°C og bakið í 15 mín. í viðbót. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún sé fullbökuð.
- Berið fram með rjóma, kefir-rjóma eða grískri jógurt og ferskum jarðarberjum.
VÍNIN MEÐ
Eplakakan kallar á mild sætvín, ítölsk eða spænsk