Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grand cru súkkulaði truffla

Innihaldsefni 200 g rjómi 200 g Maracaibo mjólkursúkkulaði 49%
Aðferð
  1. Hitið rjómann upp í ca. 30°C og bræðið súkkulaðið sömuleiðis rólega í örbylgju upp í 30°C .
  2. Blandið saman og leyfið að standa í smá stund þar til hægt er að sprauta blöndunni í sprautupoka í hæfilega dropa á bökunarpappír.
  3. Leyfið að stífna úti yfir nótt eða í ísskáp þar til hægt er að losa þær af pappírnum.
  4. Notið dökkt 60-70% súkkulaði til að hjúpa trufflurnar og veltið upp úr góðu 100% kakó. Leyfið að stífna í kakóinu, takið þær síðan upp úr og setjið í sigti til að fá auka kakóið frá.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni eru hugmyndir að víni sem henta vel með þessum rétti.

 

Úr Vínblaðinu (4.tbl.6.árg) (PDF) Uppskrift fengin frá Hafliða Ragnarssyni, Mosfellsbakaríi
Fleiri Skyldir Réttir