Lög og reglur

Í desember 2023 voru samþykkt lög nr. 110/2024 um breytingar á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir. Lögin fela í sér innleiðingu á Evrópureglum og fela í sér margvíslegar breytingar í viðskiptum með tóbaksvörur og jurtavörur til reykinga. 

Ný lög tóku gildi þann 11. janúar 2024 en nokkur ákvæði laganna öðlast gildi síðar. Er sá frestur ýmist til 6, 12, 16 eða 48 mánaða.

  •   11. júlí 2024: Frestur til að afhenda ÁTVR upplýsingar um vörur á markaði rennur út (6. gr. a)
  •   11. janúar 2025: Ákvæði um merkingar og umbúðir taka gildi (6. gr. c)
  •   11. maí 2025: Ákvæði um rekjanleika, skráningu og öryggisþátt taka gildi (6. gr. d, e, f)
  •   11. janúar 2028: Ákvæði um innihaldsefni og einkennandi bragð tekur gildi (6. gr. b)

Í lögunum er gert ráð fyrir að ráðherra setji nýjar reglugerðir sem kveða nánar á um ákveðna þætti og einnig má búast við að eldri reglugerðir kunni að breytast. 

Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt drög að nýrri reglugerð í samráðsgátt til umsagnar. 

Reglur um rekjanleika tóbaksvöru

Grunnur rekjanleikakerfisins er evrópsk tilskipun sem var innleidd í ríkjum Evrópusambandsins árið 2019. Tilskipunin 2014/40/ESB kveður á um að allir helstu aðilar í vöruflæði tóbaksvöru skrái vörur þannig að hægt sé að rekja feril vöru frá framleiðanda til smásala.

Allar vörur eru merktar með einkvæmu auðkenni sem fylgir vörunni frá framleiðslu, innflutningi, heildsölu, geymslu og flutningi til smásala. Vörur eru skráðar og skannaðar í öllum þrepum vörukeðjunnar þannig að unnt sé að skoða staðsetningu, tíma, tegund og magn allt frá upphafi til enda. Upplýsingarnar eru sendar í miðlæga gagnagrunna sem tryggja að vara fari á ætlaðan viðtökustað.

 

Helstu lög sem varða rekjanleikakerfið eru:

Lög og reglur um tóbaksvörur og jurtavörur til reykinga

Ýmis lög og reglur gilda um tóbaksvörur og eru lög nr. 6/2002 kjarninn í löggjöfinni. Helstu lög og reglur sem varða framleiðslu, umbúðir, viðvörunarmerkingar og sölu á tóbaksvöru eru: