Umbúðir um vöruna skipta máli í loftslagsmálum
ÁTVR, ásamt systurfyrirtækum á Norðurlöndum, hafa látið rannsaka umhverfisáhrif umbúða um vöruna og kolefnisspor þeirra. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru áhrifin eftirfarandi m.t.t. umbúða. Miðað er við einn lítra.

Léttgler er mun umhverfisvænna en hefðbundið gler
Umhverfisáhrif léttglers, 750 ml flöskur, 420 grömm eða léttari, eru mun minni en hefðbundnu glerumbúðirnar. Talan er ígildi 525 g af CO2 á lítra. Í vöruspjaldi hverrar vöru hér á vinbudin.is er birt þyngd umbúða og reiknað áætlað kolefnisspor. Í Vöruleitinni er nú einnig hægt að leita sérstaklega eftir vörum í léttgleri.
Í framtíðinni munu koma fleiri vöruflokkar með þessum gagnlegu upplýsingum í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Því léttari umbúðir, þeim mun minna kolefnisspor
Í nýlegri rannsókn sem finnska ráðgjafafyrirtækið Gaia (PDF) framkvæmdi er hægt að finna kolefnisspor umbúða og umhverfisáhrif en áður hafði verið unnin lífsferilsgreining til að finna stærstu umhverfisáhrifin í vörusafninu. Einnig eru í nýju skýrslunni tekið með í reikninginn hráefni umbúðanna og áhættugreining varðandi endurvinnslu og úrgang.
Fyrir neytendur sem vilja taka umhverfisvænar ákvarðanir er gott að hafa í huga að því léttari og endurvinnanlegri sem umbúðir eru, því minna verður kolefnissporið.
Skýrslur
Gaia skýrsla 2019 - Screening carbon footprint for aluminium wine packaging
Gaia skýrsla 2018 - Update of wine packaging LCA
Bio Intelligence Service skýrsla 2010 - Nordic life cycle assessment wine package study.