Fréttir
04.03.2025
Vínbúðin opnar nýja Vínbúð á Norðurtorgi í dag þriðjudag kl. 11:00. ÁTVR hefur rekið Vínbúð á Akureyri frá stofnun þess árið 1922 (hét þó ÁVR á þeim tíma), með smá hléi á árunum eftir 1953 þegar ákveðið var að loka henni eftir atkvæðagreiðslu í bænum. Í annarri atkvæðagreiðslu 1956 var ákveðið að opna aftur áfengisverslun á Akureyri.
20.02.2025
Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Dista ehf., innflytjandi koffein drykkjarins, Shaker Original Alcohol & Caffeini (Shaker), höfðaði á hendur ÁTVR vegna höfnunar ÁTVR að taka drykkinn til sölu. Höfnun ÁTVR byggði á lögum um verslun með áfengi og tóbak þar sem segir: „ÁTVR er heimilt að hafna áfengi sem inniheldur koffein og önnur örvandi efni.“ Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dómi 23. júní 2023 að ákvörðun og málsmeðferð ÁTVR hefði verið í samræmi við lög.
06.02.2025
Í nýrri skýrslu sinni leggur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO/Europe, áherslu á norrænu áfengiseinkasölurnar sem mikilvæga fyrirmynd til að draga úr áfengisneyslu og neikvæðum áhrifum á lýðheilsu.
Norrænu áfengiseinkasölurnar á Íslandi, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Svíþjóð hafa stuðlað að tiltölulega lítilli áfengisneyslu og minni áfengistengdum skaða á Norðurlöndum.
13.01.2025
Nú er þorrinn á næsta leiti en sala hefst á þorrabjór í Vínbúðunum fimmtudaginn 16. janúar. Upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að um 23 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín.
Hér á vinbudin.is er hægt að kynna sér úrvalið og sjá í hvaða Vínbúðum hver tegund fæst. Flesta þorrabjóra verður hægt að kaupa í Vefbúðinni, en sumar árstímabundnar vörur koma til okkar í mjög takmörkuðu magni og því alltaf einhverjar tegundir sem klárast fljótt. Sölutímabili þorrabjórs lýkur svo við upphaf Góu, eða 22. febrúar.
Gleðilegan þorra!
03.01.2025
Sala áfengis árið 2024 var 4,2% minni í lítrum en árið á undan. Alls seldust tæplega 22,7 milljón lítrar af áfengi á árinu. Langmest er selt af lagerbjór eða um 16,6 milljón lítrar. Hlutfallslega er mestur samdráttur í sölu rauðvíns en salan minnkaði um 7,7% á milli ára.
02.01.2025
Við þökkum fyrir viðskiptin á liðnu ári og óskum öllum gleðilegs nýs árs!
27.12.2024
Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Opnunartíma allra Vínbúða landsins yfir hátíðirnar má nálgast ef opnunartímaflipinn er valinn. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.
23.12.2024
Á höfuðborgarsvæðinu verður opið í flestum Vínbúðum á Þorláksmessu frá 11-20 en á Dalvegi, Álfrúnu (Hafnarfirði), Kringlu, Skeifu og Smáralind verður opið til 22.
Á aðfangadag er opið frá 10-13 í öllum Vínbúðum höfuðborgarsvæðisins.
28.11.2024
Nú er hægt að nálgast sölutölur og ýmsar upplýsingar um áfengissölu á skemmtilegan og lifandi hátt hér á vinbudin.is. Hægt að skoða hvernig salan breytist á milli ára og tegunda, skoða hvaðan söluhæstu vörurnar koma og hverjar topp 10 vörurnar eru á hverjum tíma..
15.11.2024
Vefsíðan Vöruvaktin fór í loftið í vikunni í samstarfi níu eftirlitsstjórnvalda sem vilja stuðla að aukinni og einfaldari upplýsingagjöf til neytenda. Öll viljum við treysta því að vörurnar sem við verslum standist þær kröfur og staðla sem gilda á Íslandi. Á vefsíðunni tilkynna stjórnvöldin um gallaðar vörur og upplýsa um innkallanir, fræða um vöruöryggi almennt og skapa vettvang til að móttaka tilkynningar frá neytendum um hættulegar/skaðlegar vörur.