Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fiski taco

með sterkum sýrðum rjóma, guacamole og hvítkáli

Fjöldi
4
Innihaldsefni TEQUILA MARINERAÐUR ÞORSKUR 800 g þorskur 1½ hvítur laukur, saxaður 3 hvítlauksrif, söxuð 1 pk. kóríander ½ msk. cuminduft 1 msk. paprikuduft 1 skot tequila 2 límónur, safi og rifinn börkur 100 ml ólífuolía 1 stk. grænn chili, saxaður GUACAMOLE ½ hvítur laukur, fínt saxaður 1 stk. rauður chili, fræhreinsaður og fínt saxaður Handfylli kóríander, saxað 3 stk. avókadó Salt og pipar STERKUR SÝRÐUR RJÓMI SÚRDEIGSTORTILLA 500 g hveiti 250 g volgt vatn 100 g ólífuolía 10 g sjávarsalt 75 g súr (sjá brauðuppskrift) KLASSÍSK TORTILLA 500 g hveiti 250 g volgt vatn 100 g ólífuolía 10 g sjávarsalt 20 g lyftiduft
Aðferð
  1. Setjið allt í blandara nema fiskinn og blandið saman. 
  2. Skerið þorskinn í 100 g bita og látið hann liggja í kryddleginum í eina klukkustund í kæli.
  3. Hitið pönnu yfir miðlungshita, annaðhvort með olíu eða smjöri.
  4. Leggið fiskinn á pönnuna og eldið í um 3 mínútur.
  5. Kryddið með salti og pipar og snúið síðan varlega yfir á hina hliðina og eldið áfram í 3-5 mínútur. 


GUACAMOLE
Blandið öllu vel saman. 

 

STERKUR SÝRÐUR RJÓMI
Hrærið sterka sósu að eigin vali saman við sýrðan rjóma.

 

SÚRDEIGSTORTILLA (u.þ.b. 35 stykki) 
Blandið öllu saman í skál. Breiðið yfir skálina og látið standa við stofuhita í 3 klst.

  1. Geymið í ísskáp yfir nótt og þá er deigið tilbúið daginn eftir.
  2. Skiptið deiginu í hluta, hver tortilla er u.þ.b. 26 g.
  3. Búið til kúlur úr hverjum skammti og látið standa í hálftíma.
  4. Fletjið síðan út á hveitistráðu borði. Ef deigið klístrast má nota meira hveiti.
  5. Hitið á pönnu við miðlungshita í u.þ.b. 30-45 sek. á hvorri hlið.
  6. Staflið kökunum á disk og breiðið viskustykki yfir staflann í hvert sinn sem bætist við hann.

Sjá brauðuppskrift fyrir SÚR

 

KLASSÍSK TORTILLA (u.þ.b. 35 stykki) 

  1. Allt hnoðað saman.
  2. Látið deigið standa í 30 mínútur áður það er flatt út í kökur.
  3. Takið bakaða tortillu og setjið eina skeið af guacamole í miðjuna, setjið fiskstykki þar ofan á og síðan rifið hvítkál.
  4. Toppið með sterkum sýrðum rjóma. Njótið!

 

VÍNIN MEÐ
Fiskurinn og kryddið beina okkur að hvítvínum úr Pinot grigio eða Albarinio þrúgunum. Belgískur bjór hentar líka vel hér.

Uppskrift fengin frá The Coocoos's Nest
Fleiri Fiskréttir