- Setjið allt í blandara nema fiskinn og blandið saman.
- Skerið þorskinn í 100 g bita og látið hann liggja í kryddleginum í eina klukkustund í kæli.
- Hitið pönnu yfir miðlungshita, annaðhvort með olíu eða smjöri.
- Leggið fiskinn á pönnuna og eldið í um 3 mínútur.
- Kryddið með salti og pipar og snúið síðan varlega yfir á hina hliðina og eldið áfram í 3-5 mínútur.
GUACAMOLE
Blandið öllu vel saman.
STERKUR SÝRÐUR RJÓMI
Hrærið sterka sósu að eigin vali saman við sýrðan rjóma.
SÚRDEIGSTORTILLA (u.þ.b. 35 stykki)
Blandið öllu saman í skál. Breiðið yfir skálina og látið standa við stofuhita í 3 klst.
- Geymið í ísskáp yfir nótt og þá er deigið tilbúið daginn eftir.
- Skiptið deiginu í hluta, hver tortilla er u.þ.b. 26 g.
- Búið til kúlur úr hverjum skammti og látið standa í hálftíma.
- Fletjið síðan út á hveitistráðu borði. Ef deigið klístrast má nota meira hveiti.
- Hitið á pönnu við miðlungshita í u.þ.b. 30-45 sek. á hvorri hlið.
- Staflið kökunum á disk og breiðið viskustykki yfir staflann í hvert sinn sem bætist við hann.
Sjá brauðuppskrift fyrir SÚR
KLASSÍSK TORTILLA (u.þ.b. 35 stykki)
- Allt hnoðað saman.
- Látið deigið standa í 30 mínútur áður það er flatt út í kökur.
- Takið bakaða tortillu og setjið eina skeið af guacamole í miðjuna, setjið fiskstykki þar ofan á og síðan rifið hvítkál.
- Toppið með sterkum sýrðum rjóma. Njótið!
VÍNIN MEÐ
Fiskurinn og kryddið beina okkur að hvítvínum úr Pinot grigio eða Albarinio þrúgunum. Belgískur bjór hentar líka vel hér.