Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grilluð rækju-ostasamloka

Fjöldi
4
Innihaldsefni 8 stk. brauðsneiðar 200 g smjör (mjúkt) 500 g Tindur ostur 500 g forsoðnar rækjur 1 krukka mæjónes
Aðferð

Brauðið er smurt með smjöri öðru megin en mæjónesi hinu megin. Osturinn er skorinn í sneiðar (hægt er að leika sér með tegund af osti) og lagður á brauðið mæjónes megin, rækjur settar á (gott er að krydda þær til með salti og pipar) og sett saman sem samloka. Samlokan er því næst steikt á pönnu á báðum hliðum, óþarfi að bæta við olíu því smjörið nægir, þar til brauðið er gullið og stökkt og ostur bráðinn. Gott er að þrýsta ofan á með spaða eða einhverju tiltæku. 

VÍNIN MEÐ

Með þessum rétti parast vel Riesling, jafnvel með örlítilli sætu, en einnig gætu ítalskur Pinot Grigio eða Soave sem og Austurrískur Grüner Veltliner hentað vel.

 

 

Uppskrift fengin frá Von Mathúsi
Fleiri Fiskréttir