Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Penne "Arrabiatta"

með smokkfiski og tígrisrækjum

Fjöldi
4
Innihaldsefni 400 g penne pasta 350-400 g tígrisrækjur, hráar og skelflettar 350-400 g hreinsaður smokkfiskur, fínt sneiddur 1-2 stk. rauður chili, fræhreinsaður og skorin 1-2 stk. dósir saxaðir tómatar (Hunts stewed tomatoes) 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 1-2 stk. laukar, saxaður smátt ½ rauð paprika, skorin í bita
Aðferð
  1. Sjóðið pastað í léttsöltu vatni og fylgið nákvæmlega leiðbeiningum um suðutíma frá framleiðanda.
  2. Hitið olíu á pönnu.
  3. Steikið saman hvítlauk, lauk , papriku og chili, má ekki brúnast.
  4. Setjið smokkfiskinn og rækjurnar út í og steikið saman í 1-2 mín.
  5. Takið af pönnunni og geymið. Setjið tómatana á pönnuna og sjóðið. Maukið ef þarf.
  6. Setjið nú fiskinn og grænmetið saman  við og loks pastað.
  7. Blandið öllu vel saman og smakkið til. Bætið við chilipipar og salti að smekk.

 

Berið fram með góðu brauði og ef til vill salati. Hægt er að nota svo til allt sjávarfang í þennan rétt.

 

VÍNIN MEÐ
Ítalski uppruni þessarar uppskriftar kallar á Ítölsk hvítvínvín.

 

Frá þemadögunum 'Ítalskir dagar' - maí 2007 (PDF) Uppskrift fengin frá Óla Gísla
Fleiri Fiskréttir