Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður lax

með jógúrtsósu og grilluðum tómötum

Innihaldsefni 1 kg beinlaust laxaflak með roði Ólífuolía Salt og pipar JÓGÚRTSÓSA 1 dós hrein jógúrt ½ dós sýrður rjómi ½ tsk. dijon-sinnep ½ tsk. sykur 2-3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1 msk. extra virgin ólífuolía Salt og pipar Söxuð fersk steinselja
Aðferð
  1. Skerið laxaflakið í hæfilega bita til steikingar.
  2. Þerrið fiskinn vandlega og penslið með olíu.
  3. Penslið olíu yfir grillgrindina tvisvar með nokkurra mínútna millibili þegar hún er orðin heit til að minnka líkurnar á að fiskurinn festist við grindina.
  4. Einnig er hægt að notast við þar til gerðar fiskiklemmur.
  5. Grillið fiskinn við meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar.
  6. Notið spaða frekar en töng til að snúa fiskinum.

 

JÓGÚRTSÓSA
Öllu blandað saman og látið standa í kæli í klukkutíma.

 

GRILLAÐIR TÓMATAR

  1. Skerið tómatana í tvennt og dreypið ólífuolíu í sárið.
  2. Setjið á heitt grillið með sárið niður í hálfa mínútu.
  3. Snúið tómötunum og setjið pesto og parmesan ofan á og látið grillast í smástund.

 

VÍNIN MEÐ
Hvítvín 
eru almennt upplögð með fiski. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.

 

Frá þemadögunum 'Sum vín eru sumarvín' - júní 2009 (PDF) Uppskrift fengin frá Ingvari Sigurðssyni
Fleiri Fiskréttir