- Skerið laxaflakið í hæfilega bita til steikingar.
- Þerrið fiskinn vandlega og penslið með olíu.
- Penslið olíu yfir grillgrindina tvisvar með nokkurra mínútna millibili þegar hún er orðin heit til að minnka líkurnar á að fiskurinn festist við grindina.
- Einnig er hægt að notast við þar til gerðar fiskiklemmur.
- Grillið fiskinn við meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar.
- Notið spaða frekar en töng til að snúa fiskinum.
JÓGÚRTSÓSA
Öllu blandað saman og látið standa í kæli í klukkutíma.
GRILLAÐIR TÓMATAR
- Skerið tómatana í tvennt og dreypið ólífuolíu í sárið.
- Setjið á heitt grillið með sárið niður í hálfa mínútu.
- Snúið tómötunum og setjið pesto og parmesan ofan á og látið grillast í smástund.
VÍNIN MEÐ
Hvítvín eru almennt upplögð með fiski. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.