Steikið skarkolann upp úr smjörinu uns hann er fallega brúnaður. Kryddið hann þá með ögn af salti og nokkrum dropum af ediki. Takið hann af pönnunni og þerrið dálítið á þurrum pappír áður en hann er borinn fram.
KRYDDJURTAKREM
Öllu er blandað saman í matvinnsluvél uns flauelsmjúkt og fallegt.
STÖKKT RÚGBRAUÐ
- Stingið rúgbrauðinu í 150° heitan ofn og bakið þar til það verður stökkt.
- Leyfið því að kólna og vinnið síðan í matvinnsluvél með ögn af salti uns þetta er orðið að fínu púðri.
FRAMREIÐSLA
- Gerið fallega skarpa línu með kreminu, leggið skarkolann á hana.
- Stráið rúgbrauðsduftinu yfir og skreytið með huggulegum dilltoppum.
VÍNIN MEÐ
Hér er upplagt að nota vöruleitina og haka við vínin sem henta með fiski.