Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður lax

með spínati, eplum, karrí og portvíni

Fjöldi
4
Innihaldsefni 900 g lax, beinhreinsaður og snyrtur 1 dl ólífuolía salt og pipar 1 stk. hvítlauksrif, marið 1 msk. ferskt blóðberg SPÍNAT OG EPLI 400 g spínat, ferskt 2 msk. madraskarrí Hálfur blaðlaukur, saxaður 1 dl portvín 2 stk. græn epli, söxuð 50 g smjör
Aðferð
  1. Setjið laxinn í eldfast mót.
  2. Blandið saman olíu, kryddi og hvítlauk.
  3. Hellið yfir laxinn og látið standa í 10 mínútur.
  4. Leggið laxinn á heitt grill og eldið í 4 til 5 mínútur á hvorri hlið.

 

SPÍNAT OG EPLI

  1. Bræðið smjör í potti.
  2. Mýkið saxaðan blaðlauk, epli og karrí í smjörinu í 3 mínútur.
  3. Bætið spínati út í og hellið portvíni yfir. Takið pottinn af hitanum, lokið og látið standa í nokkrar mínútur.

 

VÍNIN MEÐ
Létt rauðvín eða jafnvel rósavín eiga hér vel við.

Úr þemabæklingnum "Sumarvín 2010" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Páli Rúnarssyni
Fleiri Fiskréttir