- Skerið túnfiskinn ílangt, 4 cm hæð og breidd.
- Túnfiskurinn er léttbrúnaður á öllum hliðum, alls ekki um of.
- Sojasósu, Wasabi-dufti og safa úr tveimur sítrónum blandað saman og túnfiskurinn látinn marínerast í leginum í 4-5 klukkustundir.
- Túnfiskurinn er skorinn í þunnar sneiðar og raðað á disk.
KARRÍ-MAJONES
- Eggjarauðu, dálitlu salti og sérrí-ediki blandað saman og léttþeytt með píski.
- Olíu og karríi blandað saman og hellt varlega út í eggjarauðublönduna og pískað um leið.
- Majonesið er síðan haft með túnfiskinum eftir smekk. Einnig er gott að hafa með þessu klettasalat.
VÍNIN MEÐ
Túnfiskurinn biður uppá marga möguleika í vínpörun. Fínlegt rautt, rósavín og ferskt hvítvín