- Skerið laxinn í steikur, saltið og piprið eftir smekk.
- Hellið ólífuolíu og sítrónusafa yfir fiskinn og bakið í u.þ.b. 6 mínútur í 180°C heitum ofni
BEIKON-KARTÖFLUSALAT
- Skrælið kartöflur og skerið í teninga.
- Sjóðið í söltu vatni í 6 mínútur, sigtið og kælið.
- Skerið beikon í litla bita og steikið á pönnu þar til stökkt.
- Blaðlaukur og dill saxað og sett saman við kartöfluteningana ásamt beikoni og kapers.
- Blandið öllu saman og smakkið til með salti, pipar og ólífuolíu.
SÍTRÓNUSMJÖR
- Fínsaxið skalottlaukinn og mýkið í smjörinu í potti.
- Þeytið sítrónusafann saman við og smakkið til með salti og pipar.
VÍNIN MEÐ
Hvítvín eru almennt upplögð með fiski. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.