Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sykursöltuð bleikja

með sýrðum perlulauk og seljurótarmús

Fjöldi
4-6
Innihaldsefni 500 g bleikja, roð- og beinlaus 150 g hrásykur 100 g gróft sjávarsalt 1 tsk. kóríanderfræ 2 tsk. fennelfræ 5 stk. grænar kardimommur, steyttar Börkur af einni límónu SÝRÐUR PERLULAUKUR 1 poki rauður perlulaukur 1 tsk. kóríanderfræ 2 tsk. fennelfræ 1 stk. lárviðarlauf 4 stk. stjörnuanís 300 g hrásykur 300 ml vatn 1½ tsk . sjávarsalt 600 ml eplaedik SELJURÓTARMÚS ½ stk. seljurót 2 dl rjómi 2 dl vatn Salt Sítrónusafi
Aðferð

BLEIKJAN

  1. Steytið kryddið í morteli og blandið saman við saltið og sykurinn.
  2. Stráið blöndunni jafnt undir og ofan á bleikjuna, plastið vel yfir og geymið í kæli yfir nótt, að lágmarki í 12 tíma.
  3. Skolið vel og skerið niður í hæfilega skammta.

 

SÝRÐUR PERLULAUKUR

  1. Flysjið laukinn og forsjóðið í 30 sekúndur.
  2. Kælið strax í klakavatni.
  3. Þurrristið kryddið og brúnið dálítið.
  4. Bætið á pönnuna ediki, sykri og salti og sjóðið við vægan hita uns sykurinn leysist upp.
  5. Hellið yfir perlulaukinn og látið hann liggja í leginum yfir nótt.

 

SELJURÓTARMÚS

  1. Hreinsið seljurótina og skrælið, skerið hana í litla bita, sjóðið í rjómanum og vatninu þar til hún er vel mjúk. 
  2. Maukið rótina heita í blandara eða með öflugum töfrasprota uns áferðin er slétt og kekkjalaus.
  3. Smakkið til með salti og nýkreistum sítrónusafa.

 

VÍNIN MEÐ

Með þessum rétti henta smásæt hvítvín sérlega vel.

Úr þemabæklingi 'Lífrænir dagar' (PDF) Uppskrift fengin frá Böðvari Sigurvin Björnssyni, Lifandi markaði
Fleiri Fiskréttir