Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Gratíneraður humar

með mangó, melónu og piparrótarsósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 1 kg humar, skelflettur 1 stk. melóna, kantalópa 2 stk. mangó, vel þroskuð 1 box kirsuberjatómatar ½ rauðlaukur 1 poki gratínostur PIPARRÓTARSÓSA 1 dós sýrður rjómi, 10% 1 hvítlauksgeiri ½ piparrót 1 stk. límóna
Aðferð
  1. Humar léttsteiktur á pönnu og settur til hliðar.
  2. Mangó og melóna afhýdd og skorin í teninga, rauðlaukur skorinn í þunna strimla og tómatar í tvennt.
  3. Allt sett í eldfast mót, ostur yfir og gratínerað í ofni á grillstillingu.

 

PIPARRÓTARSÓSA

  1. Rífið piparrót og hvítlauk út í sýrðan rjóma,
  2. kreistið safann úr límónu saman við og
  3. smakkið til með salti og pipar.

 

VÍNIN MEÐ
Hvítvín frá Sancerre eða Poully-Fumé eru góð pörun, ekki síst þar sem piparrótarsósa á í hlut.

 

Frá þemadögunum 'Fiskiveisla' - apríl 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Hafþóri Sveinssyni og Jóhannesi Steini Jóhannessyni
Fleiri Fiskréttir