HUMARSALAT
- Skelflettið og hreinsið humarinn vel.
- Leggið hann á bakka með smjörpappír og kryddið með salti og pipar og eldið í 5-6 mínútur á 140° C í ofni.
- Kælið humarinn þvínæst og saxið niður.
- Fínsaxið kóríander ásamt jalapeno (takið fræin úr).
- Blandið öllu saman með majónesinu í skál, bætið rifnum berki af einu lime saman við og smakkið til með salti og pipar.
TRUFFLUMAJÓNES
Blandið öllu vel saman í skál.
SUSHI GRJÓN
- Mikilvægt er að velja réttu hrísgrjónin og er hægt að kaupa sushi hrísgrjón í nánast hvaða matvöruverslun sem er.
- Skolun á grjónunum er mjög mikilvægt verkferli og felst það í að þrífa grjónin án þess að brjóta þau.
- Setjið grjónin í djúpt ílát og látið það undir kalt kranavatn þar til vatnið nær vel yfir grjónin.
- Hrærið varlega í grjónunum með höndunum þar til vatnið helst alveg tært.
Sjóðið hrísgrjónin í hrísgrjónapotti í 45 mínútur, leifið þeim að hvíla í pottinum í 20 mínútur og takið þau svo varlega úr með sleikju og setjið í viðardall (hægt er að nota plast líka).
SAMSETNING
- Hellið 7 dl af edikinu yfir hrísgrjónin og blandið varlega saman.
- Dreifið hrísgrjónum á noriblað sem er skorið í helming.
- Snúið blaðinu við svo grjónin snúi niður á skurðabrettið og leggið þunnt skorið avókadó eftir endilöngu noriblaðinu.
- Dreifið humarsalatinu þar yfir. Rúllið varlega upp með makimottu.
- Skerið í 8 jafna bita.
- Raðið rúllunni að vild á disk.
- Setjið trufflumajónes yfir og skreytið með rauðu masagoi.
VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni.