Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skelfisksúpa

með grilluðum tígrisrækjum og bláskel

Innihaldsefni 2 l humarsoð (gert úr tómum humarskeljum, tómatpúrru og vatni) 100 ml hvítvín 200 g bláskel 2 stk. laukur 2 stk. hvítlaukur ½ fennel 1 stk. rautt chillialdin 2 stk. græn epli 2 stk. gulrætur 1 stk. ferskt engifer 1 :l rjómi 1 l kókosmjólk 200 g smjör 2 stk. sítrónur (safinn) Salt & pipar
Aðferð
  1. Skerið allt grænmetið niður, setjið í pott og steikið við vægan hita.
  2. Setjið þá bláskelina út í pottinn, ásamt hvítvíni.
  3. Sjóðið í 4-5 mínútur með lok á pottinum.
  4. Hellið humarsoði út í pottinn og sjóðið niður um helming.
  5. Setjið þá rjóma og kókosmjólk saman við og sjóðið aftur niður.
  6. Sigtið svo súpuna og bætið smjöri og sítrónusafa saman við. Smakkið til með salti og pipar.
  7. Leggið grillpinna í bleyti, þræðið tígrisrækjurnar upp á pinnana og grillið í u.þ.b. 1 1/2 mínútu á hvorri hlið.
  8. Kryddið með dálitlu salti.

 

VÍNIN MEÐ
Freyðivín eru snilld með skelfisksúpu, freyðandi vínið eykur ánægjuna af að borða súpuna og gerir upplifunina af máltíðinni skemmtilega og eftirminnilega. Vínin á þessum lista eru ósæt nema eitt sem er millisætt. Það er smekksatriði hvort maður vill sætu eða ekki. 

 

Í tilefni freyðivínsþema í Vínbúðunum Uppskrift fengin frá Pétri Lúkas Alexsyni, Sjávargrillinu
Fleiri Fiskréttir