Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Risarækjur

með ananas- og avókadó salati

Fjöldi
4
Innihaldsefni 24 stk. risarækjur ½ stk. ananas 2 stk. avókadó 2 msk. kapers ¼ stk. rauðlaukur ½ búnt ferskt kóríander ¼ stk. chili ¼ stk. engifer 2-3 hvítlauksgeirar
Aðferð
  1. Hvítlaukur og engifer er maukað í matvinnsluvél með smá olíu.
  2. Risarækjurnar eru látnar liggja í blöndunni í 10 mín. og síðan eru þær grillaðar í ca 2-3 mín. á hvorri hlið.
  3. Ananas, avókadó, kapers, rauðlaukur, chili og ferskt kóríander er skorið frekar smátt og blandað saman.
  4. Gott er að bæta við smá salti.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með lífrænu hvítvíni og velja þá vín sem er ferskt og sýruríkt, en ferskt freyðivín á einnig vel við. 

Frá þemadögum ´Lífrænir dagar´- 2016 (PDF) Uppskrift fengin frá Steinari Þór Þorfinnssyni, Krúska
Fleiri Fiskréttir