PÖNNUSTEIKT BLEIKJA
Skerið hvort flak um sig í tvö ferköntuð stykki. Afskurðurinn af fiskinum er notaður í tartar.
- Steikið fiskstykkin með roðhliðina niður við miðlungshita þar til „medium rare“.
- Kryddið með salti og pipar. Snúið fiskinum við í 10 sekúndur og takið síðan af pönnunni.
BLEIKJU TARTAR
Roðflettið afskurðinn og skerið í litla bita. Setjið í skál. Útbúið sítrusblönduna.
SÍTRUS FYRIR TARTAR
Blandið öllu saman. Hellið yfir hráa tartar-fiskinn og blandið vel.
SAMSETNING
Leggið pönnusteiktu bleikjuna á disk ásamt tartar. Skreytið með fallega skornum radísum. Gott vatnsmelónusalat eða annað létt salat passar vel með þessum rétti.
VÍNIN MEÐ
Frísklegt hvítvín parast vel með bleikjunni. Reynið gjarnan Albarino eða ósætan Riesling. Ef velja á bjór henta hveitibjórar eða belgískt öl (saison) vel.