Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hægelduð bleikja

með sellerírótarmauki og fersku mangósalsa

Innihaldsefni BLEIKJA 1 stk. bleikja án roðs 1 stk. lime 90 g sykur 70 g salt SELLERÍRÓTARMAUK 1 stk. sellerírót 200 ml mjólk 50 g smjör 50 g rjómaostur Salt og pipar MANGÓSALSA 1 stk. mangó 1 stk. gúrka 1/2 búnt dill 1 stk. lime
Aðferð

BLEIKJA

  1. Blandið sykri og salti saman ásamt rifnum limeberkinum.
  2. Þekjið bleikjuna með blöndunni og látið liggja í 12 mínútur.
  3. Skolið bleikjuna svo vel og þerrið vel á eftir.
  4. Bræðið smjör þangað til að karamelluáferð er komin á það.
  5. Penslið bleikjuna með smjörinu og setjið inn í ofn á 90°C í 5 mínútur.


SELLERÍRÓTARMAUK

  1. Afhýðið sellerírótina og skerið í fína kubba.
  2. Setjið sellerírótina í pott ásamt mjólkinni og smjörinu.
  3. Hitið rólega upp að suðu og sjóðið þangað til sellerírótin er orðin silkimjúk.
  4. Setjið allt í blandara ásamt rjómaostinum og blandið vel, hér má bæta meiri mjólk og/eða smjöri við til að fá silkimjúka áferð.
  5. Smakkið til með salti og pipar.

 

MANGÓSALSA
Afhýðið mangó og skerið í fína teninga. Skiljið kjarnann úr gúrkunni og skerið gúrkuna í fína teninga. Fínsaxið dill og blandið öllu saman ásamt lime safanum.

 

SAMSETNING
Setjið sellerímaukið á diskinn, leggið bleikjuna ofan á og toppið með mangósalsa.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni. 

 

Sett inn af tilefni rósavíns-þema í Vínbúðunum Uppskrift fengin frá Aroni Má Jóhanssyni, Sushi samba
Fleiri Fiskréttir