KJÚKLINGAVÆNGIR
- Vængir settir í eldfast mót. Soja, púðursykri, söxuðum engifer og límónu blandað vel saman og hellt yfir vængina.
- Bakað í ofni í 220°C í 15-20 mín. og leyft að kólna.
TEMPURA
- Eggin pískuð og bjórnum hrært saman við.
- Hveiti, lyftidufti, sykri, salti og pipar bætt út í.
- Soppan á að vera álíka þykk og súrmjólk.
- Kjúklingavængjum velt uppúr tempura og djúpsteiktir í um 2 mín.
BBQ LÍMÓNUSÓSA
- BBQ sósa hituð í potti og límónusafi kreistur yfir ásamt srirachasósu.
- Öllu hrært saman.
- Vængjunum velt upp úr BBQ límónusósunni og settir á disk.
- Svörtum sesamfræjum stráð yfir og að lokum niðurskornum vorlauk eftir smekk.
VÍNIN MEÐ
Bjór: Límónusafinn í BBQ sósunni gefur ferskan tón með kjúklingnum. Hér þarf ekki bragðmesta bjórinn en dökkur lager, eins og dekkri classic bjórarnir og breskur bitter gætu hentað vel.
Vín: Til að para saman mat sem inniheldur sætu og sterk krydd þurfa vínin að vera mjúk og ávaxtarík gjarnan frá nýja heiminum. Hér ganga bæði hvít og rauð vín.