Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjúklingavængir í pale ale

með BBQ límónusósu og svörtum sesamfræjum

Innihaldsefni KJÚKLINGAVÆNGIR 16 stk. kjúklingavængir 500 ml sojasósa 200 g púðursykur 200 g engifer 2 stk. límónur TEMPURA 3 bollar hveiti 2 bollar pale ale bjór 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. sykur 1 tsk. salt 2 stk. egg Pipar eftir smekk BBQ LÍMÓNUSÓSA 500 ml BBQ sósa 2 stk. límónur (safinn) 1-2 msk. srirachasósa
Aðferð

KJÚKLINGAVÆNGIR

  1. Vængir settir í eldfast mót. Soja, púðursykri, söxuðum engifer og límónu blandað vel saman og hellt yfir vængina.
  2. Bakað í ofni í 220°C í 15-20 mín. og leyft að kólna.

 

TEMPURA

  1. Eggin pískuð og bjórnum hrært saman við.
  2. Hveiti, lyftidufti, sykri, salti og pipar bætt út í.
  3. Soppan á að vera álíka þykk og súrmjólk.
  4. Kjúklingavængjum velt uppúr tempura og djúpsteiktir í um 2 mín.

 

BBQ LÍMÓNUSÓSA

  1. BBQ sósa hituð í potti og límónusafi kreistur yfir ásamt srirachasósu.
  2. Öllu hrært saman.
  3. Vængjunum velt upp úr BBQ límónusósunni og settir á disk.
  4. Svörtum sesamfræjum stráð yfir og að lokum niðurskornum vorlauk eftir smekk.

 

VÍNIN MEÐ
Bjór:
Límónusafinn í BBQ sósunni gefur ferskan tón með kjúklingnum. Hér þarf ekki bragðmesta bjórinn en dökkur lager, eins og dekkri classic bjórarnir og breskur bitter gætu hentað vel.  

Vín: Til að para saman mat sem inniheldur sætu og sterk krydd þurfa vínin að vera mjúk og ávaxtarík gjarnan frá nýja heiminum. Hér ganga bæði hvít og rauð vín.

 

Frá þemadögunum 'Bjór og matur' 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Frederiksen Ale House
Fleiri Kjúklingaréttir