Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjúklingasalat

með teriyaki, kasjúhnetum og granateplum

Fjöldi
4
Innihaldsefni 200 g kjúklingaleggir (úrbeinaðir) 100 g granatepli 80 g kasjúhnetur 200 g salat, t.d. jöklasalat, Romaine eða Baby Gem 60 ml sojasósa 30 ml Mirin 100 g sykur 1 sítrónugras 1 lítill hvítlauksgeiri 1 heil anísstjarna,
Aðferð
  1. Sojasósa, Mirin, sykur, sítrónugras, hvítlaukur og anís er sett í pott og soðið upp.
  2. Sósan er síðan sett til hliðar í u.þ.b. 20 mín. og þá sigtuð.
  3. Hún geymist mjög vel  kæli í lokuðum umbúðum.
  4. Kjúklingaleggirnir eru steiktir á heitri pönnu eða grilli, síðan penslaðir með sósunni og skellt aftur snöggt á pönnuna eða grillið. 
  5. Kjötið er skorið í hæfilega bita og blandað við salatið ásamt hnetum, granateplum og sósunni.

 

VÍNIN MEÐ
Kryddunin og sætan í salatinu gerir að verkum að vínin þurfa að hafa góðan ávöxt, mýkt og smá sætleika, hvort sem  er hvítvín eða rauðvín og þeir sem vilja bjórinn frekar ættu að velja stout eða porter.

Frá þemadögum Bjór og matur 2014 (PDF) Uppskrift fengin frá Einari Hjaltasyni og Kára Þorsteinssyni, Kol
Fleiri Kjúklingaréttir