- Sojasósa, Mirin, sykur, sítrónugras, hvítlaukur og anís er sett í pott og soðið upp.
- Sósan er síðan sett til hliðar í u.þ.b. 20 mín. og þá sigtuð.
- Hún geymist mjög vel kæli í lokuðum umbúðum.
- Kjúklingaleggirnir eru steiktir á heitri pönnu eða grilli, síðan penslaðir með sósunni og skellt aftur snöggt á pönnuna eða grillið.
- Kjötið er skorið í hæfilega bita og blandað við salatið ásamt hnetum, granateplum og sósunni.
VÍNIN MEÐ
Kryddunin og sætan í salatinu gerir að verkum að vínin þurfa að hafa góðan ávöxt, mýkt og smá sætleika, hvort sem er hvítvín eða rauðvín og þeir sem vilja bjórinn frekar ættu að velja stout eða porter.