- Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
- Kjúklingurinn er steiktur á pönnu.
- Því næst eru sveppirnir saxaðir ásamt rauðlauk og chili og bætt á pönnuna.
- Þegar pastað er klárt er vatnið sigtað frá og pastanu hellt út á sveppina.
- Rucola-pestó er sett á pönnuna eftir smekk og öllu hrært saman.
- Stráið parmesan yfir diskinn.
RUCOLA-PESTÓ
Setjið allt saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti.
VÍNIN MEÐ
Hvítvín henta vel með þessum rétti. Gott er að velja "alifuglar" (ljóst kjöt) og "pasta" í vöruleitinni til að finna góða pörun.