- Skerið vasa í kjúklingabringurnar og setjið fyllinguna í með teskeið.
- Vefjið parmaskinkunni utan um bringurnar og leggið í olíuborið, eldfast mót.
- Steikið í ofni við 170°C í 30-40 mínútur, allt eftir því hve stórar bringurnar eru.
RAUÐVÍNSSÓSA MEÐ SÓLÞURRKUÐUM TÓMÖTUM
- Saxið laukinn og sveppina smátt og steikið í olíu eða smjöri.
- Hellið rauðvíni í pott og látið það sjóða niður þangað til u.þ.b. ½ lítri er eftir.
- Bætið kjúklingasoðinu saman við og látið aftur sjóða niður um helming.
- Sigtið laukinn og sveppina úr sósunni. Bragðbætið með kjötkrafti.
- Þeytið smjörið í sósuna og kryddið með salti og nýmuldum, svörtum pipar.
- Bætið sólþurrkuðu tómötunum út í sósuna rétt áður en hún er borin fram.
BAKAÐIR SMÁTÓMATAR MEÐ BASILÍKU, HVÍTLAUK OG MOZZARELLA
- Skerið tómatana og mozzarellakúlurnar í tvennt. Veltið upp úr ólífuolíunni og stráið hvítlauk og basilíkulaufum yfir. Bakið við 170°C í 15 mínútur.
- Með þessu er gott að bera fram ferskt klettasalat og ólífur.
VÍNIN MEÐ
Það eru ítalskir tónar í uppskriftinni upplagt að haka við rauðvín, Ítalíu og alifugl í leitinni.