KJÚKLINGUR
- Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjúklinginn í eldfast mót.
- Skerið hvítlaukinn smátt, takið blöðin af timjangreinunum og blandið saman við ólífuolíuna.
- Dreifið olíunni yfir allan kjúklinginn og nuddið vel. Saltið og piprið. Leggið rósmaríngreinina ofan á kjúklinginn.
- Eldið í 35-50 mínútur eða þar til kjarnhitinn er orðinn um 72-73°C.
- Snúið kjúklingnum tvisvar til þrisvar meðan á elduninni stendur.
BAKAÐ RÓTARGRÆNMETI með kanil-hunangi
- Flysjið grænmetið og skerið í grófa bita.
- Steikið við miðlungshita í olíunni þar til fallega brúnað.
- Setjið í eldfast mót, veltið upp úr hunanginu og smjörinu og kryddið með salti og pipar.
- Bakið í ofni við 180°C þar til mjúkt.
BASILÍKUPESTÓ með graskersfræjum og kasjúhnetum
- Ristið fræin og hvítlaukinn í olíunni í 160°C heitum ofni í 10 mínútur.
- Takið út og látið kólna.
- Setjið í blandara með basilíkunni og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.
VÍNIN MEÐ
Með þessum rétti stendur hvítvínið klárlega uppúr. Auðvelt er að finna þau í vöruleitinni með því að haka við alifugl og einnig er hægt að þrengja leitina enn meira með því að haka við lífræn vín.