Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lífrænn kjúklingur

Fjöldi
4
Innihaldsefni 1 stk. lífrænn kjúklingur, um 1200 g ½ dl ólífuolía 2 stk. hvítlauksgeirar 5 stk. timjangreinar 1 stk. rósmaríngrein Salt og pipar BAKAÐ RÓTARGRÆNMETI 8 stk. lífrænar gulrætur ½ meðalstór seljurót 2 stk. lífrænar rófur 1 stk. hvítlauksgeiri, fínt skorinn 2 tsk. lífrænt kanil-hunang 100 g smjör ½ dl ólífuolía Salt og pipar BASILÍKUPESTÓ 1 búnt basilíka 2 pokar lífræn graskersfræ 3 hvítlauksrif 1 poki kasjúhnetur 200 ml ólífuolía Salt og pipar Sítrónusafi
Aðferð

KJÚKLINGUR

  1. Hitið ofninn í 180°C. Setjið kjúklinginn í eldfast mót. 
  2. Skerið hvítlaukinn smátt, takið blöðin af timjangreinunum og blandið saman við ólífuolíuna.
  3. Dreifið olíunni yfir allan kjúklinginn og nuddið vel. Saltið og piprið. Leggið rósmaríngreinina ofan á kjúklinginn.
  4. Eldið í 35-50 mínútur eða þar til kjarnhitinn er orðinn um 72-73°C.
  5. Snúið kjúklingnum tvisvar til þrisvar meðan á elduninni stendur.

 

BAKAÐ RÓTARGRÆNMETI  með kanil-hunangi

  1. Flysjið grænmetið og skerið í grófa bita.
  2. Steikið við miðlungshita í olíunni þar til fallega brúnað.
  3. Setjið í eldfast mót, veltið upp úr hunanginu og smjörinu og kryddið með salti og pipar.
  4. Bakið í ofni við 180°C þar til mjúkt.

 

BASILÍKUPESTÓ  með graskersfræjum og kasjúhnetum

  1. Ristið fræin og hvítlaukinn í olíunni í 160°C heitum ofni í 10 mínútur.
  2. Takið út og látið kólna.
  3. Setjið í blandara með basilíkunni og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

 

VÍNIN MEÐ

Með þessum rétti stendur hvítvínið klárlega uppúr. Auðvelt er að finna þau í vöruleitinni með því að haka við alifugl og einnig er hægt að þrengja leitina enn meira með því að haka við lífræn vín

Úr þemabæklingi frá Lífrænum dögum (mars 2014) (PDF) Uppskrift fengin frá Böðvari Sigurvin Björnssyni, Lifandi markaði
Fleiri Kjúklingaréttir