Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjúklingur á spjóti

með límónu- og chili-marineringu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 3-4 stk. kjúklingabringur eða lundir Spjót (2-3 á mann) KRYDDLÖGUR 2 msk. límónusafi 1 tsk. kummin 1 tsk. kóríander 1-2 hvítlauksrif, kramin 1 rauður chilipipar, fínt saxaður, dálítið af fræjum með 1 tsk. salt 2 msk. hreint jógúrt SÓSA 1 dós sýrður rjómi Sama magn af Thai sweet chili-sósu Ferskt kóríander, saxað
Aðferð

Grænmeti á spjótið: t.d. paprika, rauðlaukur, kirsuberjatómatar, ananas og sveppir

SPJÓTIN

  1. Blandið saman í skál öllu kryddinu, límónusafanum og jógúrtinu.
  2. Skerið kjúklinginn í hæfilega bita og leggið í marineringuna.
  3. Geymið í kæli í u.þ.b. 1-2 tíma.
  4. Skerið grænmetið í bita og þræðið svo grænmeti og kjúklingabita á spjótið til skiptis.
  5. Grillið í 15-20 mínútur og penslið öðru hverju með marineringunni.

 

SÓSA
Blandið öllu saman.

 

Berið spjótin fram með sósunni og góðu salati og/eða cous cous.

 

VÍNIN MEÐ
Kryddunin í þessum rétti gerir það að verkum að vínin þurfa að hafa smá sætu til að bera. Pinot Gris frá Alsace eða smásætt rauðvín eru tilvalin hér.

 

Fleiri Kjúklingaréttir