- Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í stórri skál.
- Blandið palmín feitinni samanvið (gott er að nota til dæmis tvo hnífa til að blanda harðri feitinni við þurrefnin) þar til áferðin líkist grófu mjöli.
- Blandið smá mjólk saman við blönduna. Hrærið í með gaffli þar til blandan tollir saman, deigið á ekki að vera klístrað.
- Hnoðið deigið með smá hveiti þar til það myndar mjúkan bolta. Látið deigið hvílast í ísskáp í minnst hálftíma en helst yfir nótt. Skiptið deiginu í margar litlar kúlur á stærð við golfkúlur og fletjið þær út í 15 cm hringi.
- Setjið matskeið af uppáhaldsfyllingunni ykkar á hverja köku, penslið kantana með vatni og lokið þeim þannig að þær myndi hálfmána. Notið gaffal á barmana til að loka þeim eða þrýstið með fingrunum.
- Bakið í ofni eða djúpsteikið þar til bökurnar fá á sig fallegan lit.
KJÚKLINGAFYLLING
- Setjið kjúklingabringurnar í pott ásamt kjúklingakraftinum og lárviðarlaufinu og bætið vatni í svo það fljóti yfir bringurnar.
- Sjóðið á lágum hita í 15-20 mínútur, látið kjúklinginn kólna í soðinu.
- Skerið kjúklinginn niður í litla bita og bleitið upp í honum með 1-2 msk. af soðinu.
- Hitið olíu á pönnu og bætið á hana lauk, paprikudufti, kúmen, chilidufti, sykri og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk.
- Steikið á lágum hita í 15-20 mínútur þar til laukurinn er glær.
- Takið pönnuna af hitanum og hrærið kjúklingnum, eggjunum og ólífunum saman við.
- Fyllingin er best ef hún fær að bíða í ísskáp yfir nótt.
NAUTAHAKKSFYLLING
- Steikið hakkið á pönnu ásamt lauki og hvítlauki og hellið afgangs fitu frá.
- Bætið eggi og rúsínum í blönduna.
VÍNIN MEÐ
Létt rauðvín eru hentug með empanada.