Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ribeye með mozzarellasalati

og ferskum maís

Fjöldi
6
Innihaldsefni 1,2 kg ribeye nautakjöt Salt og pipar Ólífuolía 2 stk. hvítlauksrif, marin 2 msk . rósmarín, saxað 4 stk. ferskur maís MOZZARELLASALAT 1 poki mozzarella 1 búnt graslaukur 1 stk. agúrka 5 stk. svartar ólífur 1 poki grænt salat GRÁÐOSTASÓSA 100 g gráðostur 1 dós sýrður rjómi 1 msk. hunang Safi úr sítrónu
Aðferð
  1. Skerið steikurnar í 300g bita.
  2. Kryddið með salti, pipar, rósmarín og hvítlauk.
  3. Látið standa í 20 mínútur. Grillið kjötið við góðan hita í 4 mínútur á hvorri hlið.
  4. Látið standa á heitu grilli í 5 mínútur í viðbót á efstu grind.
  5. Setjið maís í pott ásamt 50 g af sykri og sjóðið í 25 mínútur.

 

MOZZARELLASALAT
Saxið mozzarella í skál, saxið graslauk, agúrku og svartar ólífur í litla bita. Blandið öllu vel saman ásamt salatinu.

 

GRÁÐOSTASÓSA
Saxið gráðostinn og hrærið síðan öllu saman í skál. Gott er að laga sósuna deginum áður.

 

VÍNIN MEÐ
Þegar merkt er við "nautakjöt" og "grill" í vöruleitinni færðu upp ýmsa góða möguleika að vínpörun með þessum rétti.

Úr þemabæklingi, Sumarvín 2010 (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Páli Rúnarssyni
Fleiri Nautakjötsréttir