Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hamborgarar með chili-trufflu-bernaise

og relish

Innihaldsefni 4 stk. hamborgarar (smash) 4 stk. hamborgarabrauð 4 sneiðar trufflu-cheddarostur (fæst í Costco) RELISH 2 stk. rauðlaukur 300 g súrar gúrkur 2 msk. gróft sinnep 1 msk. Dijon-sinnep 8 msk. tómatsósa CHILI-TRUFFLU BEARNAISE 3 stk. eggjarauður 300 g smjör, brætt 1 msk. hvítvínsedik eða eplaedik 1 msk. Sambal Oelek 2 msk. truffluolía Salt
Aðferð
  1. Skerið laukinn fínt og súru gúrkurnar í sömu stærð.
  2. Steikið laukinn á pönnu þangað til hann er orðinn glær og mjúkur en alls ekki brúnaður.
  3. Hrærið öllu saman í skál og kælið.


CHILI-TRUFFLU BEARNAISE

  1. Þeytið eggjarauðurnar í skál með ediki yfir heitu vatnsbaði þangað til eggin verða loftmikil, hrærið þá bræddu smjörinu hægt og rólega saman við. Setjið restina saman við og smakkið til með salti.

VÍNIN MEÐ:

Suður-ítölsk rauðvín, gjarnan með smásætu, passa hér vel með borgaranum. Einnig smásæt rósavín.

Uppskrift fengin frá Múlakaffi
Fleiri Nautakjötsréttir