Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nauta-Carpaccio

með rucola-pestó

Fjöldi
4
Innihaldsefni 200 g nautalund (eða filet) 4 tsk. rucola-pestó (fæst tilbúið t.d. frá sacla) Svartur pipar úr kvörn Jómfrúarólífuolía Grófrifinn parmesanostur
Aðferð
  1. Sneiðið nautakjötið örþunnt og leggið sneiðarnar á diska þannig að þeir séu algjörlega huldir.
  2. Smyrjið rucola-pestó ofan á kjötið í miðjunni og hellið dropum af jómfrúarolíunni yfir.
  3. Myljið síðan piparinn yfir og látið parmesanostinn efst.
  4. Skreytið með klettasalati.
  5. Gott er líka kreista dálitlum límónusafa yfir kjötið rétt áður en það er borið fram.

 

VÍNIN MEÐ
Fínleg rauðvín gjarnan úr Pinot noir þrúgunni passa vel með og ef velja á hvítvín eru frönsk Pinot Gris hentug.

 

Fleiri Nautakjötsréttir