Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nauta T-bone - með grilluðu grænmeti

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 stk. góðar T-bone steikur, 300-350 g stk. 1 stk. límóna Jómfrúarólífuolía Grófmalaður svartur pipar Sjávarsalt Ferskt timjan GRILLAÐ GRÆNMETI Zucchini Paprikur Sveppir Laukar KRYDDSMJÖR 2 stk. límónur 1 stk. rauður chilipipar 1 búnt ferskt timjan 200 g smjör Salt úr kvörn eða sjávarsaltflögur
Aðferð
  1. Blandið saman safa úr 1 límónu og 2-3 msk. af jómfrúarólífuolíu og penslið kjötið.
  2. Rífið smá ferskt timjan yfir. Látið standa í 1 klst. eða lengur.
  3. Hitið grillið vel og látið steikurnar á mjög heitt grill fyrst en látið svo á efri grind eða lækkið hitann.
  4. Grillið eins og hverjum og einum finnst best.
  5. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar og sjávarsalti rétt áður en borið er fram.

 

GRILLAÐ GRÆNMETI

  1. Skerið allt grænmetið í sneiðar og penslið með jómfrúarolíu.
  2. Grillið á heitu grilli með kjötinu og penslið með olíu ef með þarf.
  3. Saltið með sjávarsalti og berið fram. Gott með kryddsmjöri.

 

KRYDDSMJÖR

  1. Hreinsið kjötið úr límónunum, kjarnhreinsið chilipiparinn.
  2. Maukið allt saman í matvinnsluvél. Smakkið til.
  3. Flott er að skera límónurnar í tvennt um miðju, hreinsa kjötið innan úr og búa til litlar skálar.
  4. Fylla síðan með kryddsmjörinu og frysta þar til á að nota. Best að gera þetta deginum áður.

 

VÍNIN MEÐ
Hugmyndir að víni með þessum rétti er að finna í vöruleitinni.

Frá þemadögunum Ítalskir dagar - 2007 (PDF) Uppskrift fengin frá Óla Gísla
Fleiri Nautakjötsréttir