Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nautalundir og humar („surf & turf“)

með grænni i sósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 800 g nautalundir 8-12 stk. humarhalar, stórir GRÆN SÓSA 1 búnt vorlaukur 1 búnt klettasalat Fersk basilíka Ferskt estragon Fersk steinselja 1 lítil krukka capers Jómfrúar ólífuolía 1 hvítlauksrif 1 skalottlaukur
Aðferð

NAUTALUNDIR OG HUMAR

  1. Snyrtið nautalundirnar og skerið í 8 x 100 g eða 4 x 200 g steikur.
  2. Kljúfið humarinn og leggið á fat, saltið og piprið úr kvörn.
  3. Hitið útigrillið eða grillpönnu. Byrjið á því að grilla  steikurnar við mikinn hita og færið þær síðan á efri grindina.
  4. Steikið eftir óskum hvers og eins, saltið og piprið úr kvörn.
  5. Grillið eða steikið humarinn rétt áður en maturinn er borinn fram.

 

GRÆN SÓSA

  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið saman.
  2. Bætið ólífuolíunni saman við í lokin.
  3. Smakkið til og kryddið með salti og pipar ef vill.

 

VÍNIN MEÐ
Þar sem nautið telst megin uppstaðan í þessum rétti er rétt að horfa á til rauðvína sem parast með nauti.

 

Fleiri Nautakjötsréttir