Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Soja- og chilligljáð kjúklingaspjót

með heslihnetum

Innihaldsefni 1 stk. kjúklingabringa 100 ml sojasósa 130 g púðursykur 1 tsk. þurrkaður chili 1 tsk. dijon sinnep 1 stk. anís stjarna 100 g heslihnetur 1 box baunaspírur
Aðferð
  1. Skerið kjúklingabringuna í strimla og stingið spjótum í.
  2. Blandið sojasósu, púðursykri, þurrkuðum chili, dijon sinnepi og anís stjörnunni saman í potti og sjóðið rólega. Kælið.
  3. Setjið heslihneturnar á ofnbakka og ristið í ofni við 140°C í 15 mínútur. Setjið þær því næst í viskustykki og berjið með pönnu til að mylja þær niður.
  4. Grillið kjúklinginn og penslið síðan með soja- og chiligljáanum, dreifið heslihnetum yfir og notið baunaspírur sem skraut.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu eða millisætu rósavíni

Sett inn af tilefni rósavíns-þema í Vínbúðunum Uppskrift fengin frá Aroni Má Jóhanssyni, Sushi samba
Fleiri Kjúklingaréttir